fbpx
 í Fræðsla

Yfirborðshreinsun húðarinnar er nauðsynleg til þess að hreinsa burtu farða og önnur óhreinindi á húðinni til dæmis ryk og mengun sem setjast á húðina yfir daginn.

Til þess að húð þín geti starfað eðlilega þarf að hreinsa hana bæði kvölds og morgna, þá nær hún að nýta virk innihaldsefni krema sem borin eru á hana sem best.

Við viljum ekki raska eðlilegu sýrustigi húðarinnar og því skiptir miklu máli að velja vörur sem henta hverri húðgerð.

Á hverjum degi á að nota:

  • Hreinsimjólk/gelhreinsi/Hreinsivökva
  • Andlitsvatn
  • Augnfarðahreinsir
  • Krem fyrir viðkomandi húðgerð og aldur

Djúphreinsar eru efni sem notuð eru til þess að hreinsa yfirborð húðarinnar af dauðum hornlagsfrumum, þeir gefa fallega áfrerð og örva endurnýjun húðfruma. Með djúphreinsun fá krem og önnur virk efni sem við notum mun greiðari leið niður í húðina og nýtist þér betur.

Gott er að nota djúphreinsi 1-3 sinnum í viku en það fer algjörlega eftir þinni húðgerð hversu oft það er. Til eru nokkrar gerðir af djúphreinsum og það er um að gera að fá ráðleggingar frá snyrtifræðing hver þeirra hentar best þinni húðgerð og hversu oft þú átt að djúphreinsa því það er líka hægt að gera of mikið.

Algengustu djúphreinsarnir til að nota heima eru kornahreinsir og ensímhreinsir.

Andlitsmaskar koma í mörgum gerðum og uppfylla flest það sem húðin þarf. Hægt er að til dæmis að fá maska sem veita húðinni raka, hreinsa og herpa saman húðholur, vinna á öldrun og fleira. Meginn tilgangur maska er að veita húðinni mjög kröftuga virkni í stuttann tíma. Mismunandi er eftir möskum hversu oft á að nota þá og best er að fá ráðleggingar þegar þeir eru keyptir um notkun.

Algengustu maskarnir eru t.d. Kremmaskar og leirmaskar. Kremmaskarnir harðna ekki eins og leirmaskarnir þegar þeir þorna.

Augnkrem, serum, dagkrem og nætur krem ættu alltaf að vera valin með tilliti til aldurs, húðgerðar, lífsstíls og hvaða vandamála þú vilt vinna á. Það er frumskógur þarna úti af vörum sem allar eiga það sameigninlegt að vera það “Besta” en mitt ráð númer 1, 2 og 3 er að fá ráðleggingar hjá fagfólki um það sem hentar þér best

Nýlegar færslur
Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð hérna, við höfum samband við fyrsta tækifæri

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0