Epigenetic

9.500 kr.

Lýsing

Epigenetic Serum inniheldur djúpvirkandi formúlu sérþróaða til að sporna gegn niðurbroti og ótímabærri hrörnun og öldrun húðarinnar ásamt því að auka náttúrulegt varnarlag og heilbrigði húðfrumna gegn utanaðkomandi áreiti og sindurefnum.

Inniheldur einungis hágæða hráefni með djúpa innsíunarhæfileika án þess að erta húðina! Hægir sýnilega á öldrunarferli húðarinnar, fyrirbyggir ótímabæra öldrun, hrukkur og línur, eykur náttúrulegar varnir fyrir sindurefnum og niðurbroti, varðveitir hraustleika og unglegan ljóma húðarinnar.

Inniheldur:

· Epigenetic agent: Pot marigold (calendula officinalis) Plöntuþykkni; Einstaklega ríkt af oligosaccharides sem eru náttúrulegar fjölsykrur með tvennskonar áhrif á utanaðkomandi áreiti á húðfrumur. Virka bæði sem viðgerð á þegar laskaðar frumur og sem varnarhjúpur gegn óæskilegum sindurefnum og hrörnunar húðfrumna.

· Long-chain hyaluronic acid: Langar keðjur af Hyaluron Sýru liggja eftir í efri lögum húðarinnar og mynda rakabindandi varnarfilmu á yfirborði húðarinnar og sporna gegn rakatapi og línum af völdum yfirborðsþurrks.

· Short-chain hyaluronic acid: Stuttar keðjur af Hyaluron Sýru síast niður í neðri húðlögin og auka á náttúrulegar rakabirgðir húðarinnar sem gefur henni aukna fyllingu og unglegra yfirbragð.

· Saccharide isomerate: Náttúrulegar sykrur sem tengjast og binda sig við náttúrulegt keratin húðarinnar líkt og segull og veitir húðinni næringu og mýkt.

Epigenetic Serum 10ml kemur í einstaklega fallegum söluumbúðum með skemmtilegu ívafi þar sem líkt er eftir læknasprautu til að undirstrika virkni og áhrif vörunnar.

Lítill skrúfutappi er á enda “sprautunnar” og pumpa á hinum endanum þannig ekkert súrefni kemst að vörunni og hámarksnýting af hverjum dropa!