Farðu í vöruupplýsingar
1 af 1

Janssen Cosmetics

2-PHASE OIL ⎜ Serum / Hydrating

2-PHASE OIL ⎜ Serum / Hydrating

Venjulegt verð 7.490 kr
Venjulegt verð Söluverð 7.490 kr
Tilboð Vara ekki til
vsk. innifalinn

2-phase Oil Serum Hydrating eru 2-fasa Olíu-Húðdropar sem sameina það besta fyrir rakaþurra húð

Flestar húðgerðir fá aldrei nóg af raka sérstaklega yfir kalda mánuði þar sem húðin nær ekki að framleiða nóg af rakagefandi efnum til að viðhalda fyllingu og mýkt.
Framleiðslan hægjist einnig með aldrinum og missir húðin þá rakafyllingu og fínar línur/hrukkur verða sýnilegri. Hjá sumum er framleiðslan alltaf í lágmarki sem og náttúruleg fituframleiðala húðarinnar og á það við um þurrar húðgerðir.


Þessir himinfögru bláu dropar innihalda ofurskammt af mest rakagefandi og rakabindandi efni húðarinnar Hyaluronic Sýru ásamt hágæða Hydro Skin Complex sem gefa húðinni samstundis rakafyllingu með sjáanlegum áhrifum.
Blandað saman við hina dýrmætu Jojoba Olíu veita dropanir hámarks rakagjöf og flauelsmjúka áferð!


Vegna hreinleika olíanna smjúga dropanir lengst niður húðlögin og fylla þau af raka og næringu sem og styrkja ytra varnarlag án þess að yfirborð húðarinnar sé olíukennt og henta því fullkomnlega undir farða eða krem.


Noktun: Hristið serumið vel saman og berið 2-3 dropa á hreina húð. 

Sjá frekari upplýsingar